Hið árlega meistaramót FRÍ 30/35 ára og eldri verður á Varmárvelli í Mosfellsbæ dagana 12. og 13. ágúst í boði Frjálsíþróttadeildar ÍR. Keppnin hefst kl. 13:00 á laugardeginum en kl. 10:00 á sunnudeginum. Rétt er að geta þess að sleggjukast karla og kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardeginum kl. 13:00.
Nánari upplýsingar um tímaseðil og keppnisgreinar er að finna í mótadagsskránni á www.fri.is Skráning fer fram á mótsstað.
Hver aldursflokkur tekur yfir 5 ár. Yngsti flokkur karla er 35 - 39 ára og næsti 40 - 44 ára o.s.frv.
Yngsti flokkur kvenna er 30 - 34 ára og næsti 35 - 39 ára o.s.frv.
Þátttökugjald er kr. 500.- á grein. Ekki er innheimt fyrir þátttöku í fleiri en þremur greinum.
Skorað er á sem flesta að taka fram gaddaskóna og taka þátt í skemmtilegu móti.