Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi í Stjörnuhlaupinu 14. maí

birt 30. mars 2015

Þann 14. maí fer fram í Garðabæ nýtt götuhlaup í umsjón Hlaupahóps Stjörnunnar, Stjörnuhlaupið. Boðið verður upp á tvær vegalengdir 5 og 10 km og hefst hlaupið kl 11:00. Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi verður hluti af Stjörnuhlaupinu. Um er að ræða einstaklingskeppni karla og kvenna.

Nýjung er að jafnframt verður keppt um Íslandsmeistaratitil  í 5 manna sveitakeppni karla og 5 manna sveitakeppni kvenna. Þá verður einnig í fyrsta skiptið  keppt um Íslandsmeistaratitil karla og kvenna í öldungaflokkum 40-49 ára og 50 ára og eldri í 10 km götuhlaupi.


Hinn öflugi Hlaupahópur Stjörnunnar sér um framkvæmd hlaupsins.