Meistaramót Íslands í 10.000 m hlaupi karla og 5.000 m hlaupi kvenna fer fram laugardaginn 21. sept á Kópavogsvelli. Keppni í 10.000 m hefst kl. 11:00 og keppni í 5.000 m hefst kl. 11:50. Mótið er jafnframt Íslandsmeistaramót í öldungaflokkum karla og kvenna (35-39 ára, 40-44 ára o.s.frv.)
Þátttökugjald er kr. 1.500 og greiðist á staðnum. Skráningar berist til: siggip@hlaup.is eða í mótaforriti FRÍ í seinasta lagi 17. sept.