Frjálsíþróttadeild ÍR hefur tekið að sér framkvæmd á MÍ í götuhlaupi karla og kvenna sem fer nú fram í fyrsta sinn en tillaga þess efnis var samþykkt á Ársþingi FRÍ er fram fór á Selfossi 16. og 17. mars sl. Hlaupið fer fram sem hluti af Víðavangshlaupi ÍR þann 19. apríl.
- Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjá karla og fyrstu þrjár konur.
- Veitt verða fyrstu verðlaun fyrir 5 manna sveitakeppni karla og 5 manna sveitakeppni kvenna.
- Allir eru hlutgengir. Engin skilyrði eru um að einstaklingar eða sveitir þurfi að vera innan íþróttafélaga innan FRÍ.