Meistaramót Íslands innanhúss 10-11. febrúar

birt 09. febrúar 2007

Um helgina fer Meistaramót Íslands innanhúss fram í Laugardalshöllinni. 162 keppendur frá 15 félögum og héraðssamböndum eru skráðir til leiks og tekur flest allt besta frjálsíþróttafólk landsins þátt í mótinu og má búast við spennandi keppni.

Á mótinu verður í fyrsta sinn keppt í stigakeppni milli félaga, bæði í karlaflokki og kvennaflokki og í samanlagðri stigakeppni beggja kynja. Fyrirkomulag stigakeppni mótins er þannig að árangur sex efstu í hverri grein verður reiknaður út frá stigatöflu IAAF í innanhússgreinum og félögin safna þannig stigum eftir árangri í hverri grein, þannig að hvert sek. brot og sentimeter skiptir máli í stigakeppninni milli félaga.

Aðalhluti mótins fer fram á milli kl. 13:00 og 15:30 á morgun, laugardaginn 10. febrúar og frá kl. 13:00 til 16:00 sunndaginn 11. febrúar.
Allar nánari upplýsingar um mótið s.s. tímaseðil, keppendalista og keppendur í einstökum greinum er að finna í mótaforriti FRÍ á www.fri.is eða á www.mot.fri.is , þar sem úrslit verða birt um leið og einstökum keppnisgreinum lýkur og þar verður einnig hægt að fylgjast með stigakeppni milli félaga.

Það er frjálsíþróttadeild Fjölnis sem sér um framkvæmd Meistaramótsins um helgina. Ókeypis aðgangur áhorfenda er að mótinu og er allt áhugafólk hvatt til að koma og fylgjast með spennandi keppni við bestu aðstæður í Laugardalshöllinni.