Frjálsíþróttadeild Breiðabliks og FRÍ bjóða til Meistaramóts öldunga innanhúss 2007. Mótið fer fram laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. febrúar n.k. í Laugardalshöllinni.
Aldursflokkar
- Konur: 30-34, 35-39 o.s.frv.
- Karlar: 35-39, 40-44 o.s.frv.
Miðað er við almanaksárið sem keppandi nær viðkomandi aldri. Þannig eru yngstu keppendur í kvennaflokki fæddir 1977 og í karlaflokki 1972.
Tímasetningar
Mótið hefst á báða dagana kl. 15:00. Áætlað er að mótinu ljúki um kl. 17:30 báða daga. Ekki verður settur upp tímaseðill en keppt í greinum í þessari röð:
Laugardagur
- Hástökk karla og kvenna
- Kúla karla og kvenna
- 60 m karla og kvenna
- Langstökk karla og kvenna
- 200 m karla og kvenna
- 800 m karla og kvenna.
Sunnudagur
- Þrístökk karla og kvenna
- Stangarstökk
- 60 m grindahlaup kvenna og karla
- 400 m karla og kvenna
- 3000 m karla og kvenna
Skráning fer fram í mótaforriti FRI en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Keppendur eru hvattir til að skrá sig í mótaforritinu til að einfalda skipulag mótsins.
Athygli skal vakin á að ekki er þörf á að keppa undir nafni félags innan vébanda FRÍ.
Þátttökugjöld
500 kr. á grein og að hámarki 1.500 kr. á hvern keppanda. Verðlaun verða afhent síðar. Þátttökugjöld þarf að greiða áður en keppni hefst.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Magnús Jakobsson, maggijak@simnet.is og Þórður St. Guðmundsson, thstg@disk.kopavogur.is