birt 10. janúar 2009

Metþátttaka var í Gamlárshlaupi ÍA sem fram fór á Gamlársdag en Akurnesingar hafa hlaupið út árið s.l. 15 ár. Tæplega 300 manns tóku þátt að þessu sinni en 2 vegalengdir voru í boði, 2 og 5km.

Hlaupahópurinn Skagaskokkarar settu skemmtilegan svip á hlaupið en þau mættu til leiks í furðufötum og var gleðin ríkjandi hjá öllum í góða veðrinu. Að hlaupi loknu gæddu hlauparar sér á Svala og banana og útdráttarverðlaun voru veitt, m.a. umfelgun hjá N1-hjólbarðaþjónustunni og flugeldapakkar gefnir af Knattspyrnufélagi ÍA.

Hér eru nokkrar myndir frá hlaupinu.


Upphitun í fullum gangi


Hlauparar tínast í mark


Að loknu hlaupi