Metþátttaka í Jökulsárhlaupinu - Frábærar aðstæður

birt 24. júlí 2010

Fjölmennasta víðavangshlaup ársins fór fram í Jökulsárgljúfrum í dag. Tæplega 360 manns taka þátt í Jökulsárhlaupinu í ár, sem er alger metþátttaka.128  hlupu frá Dettifoss niður í Ásbyrgi, sem er 32,7 km löng leið, 66 frá Hólmatungum sem er 21,2 km löng leið og 169 manns hlupu frá Hljóðaklettum sem er 13,2 km löng. Blíðskaparveður var á svæðinu og hlauparar í sólskinsskapi.

Mörg met voru slegin og voru bræðurnir Björn og Sveinn Margeirssynir þar fremstir í flokki. Björn var í fyrsta sæti frá Dettifossi í Ásbyrgi og hljóp á 2.09.06 en gamla metið var 2.24.00. Bróðir hans Sveinn var í öðru sæti í sama hlaupi og hljóp á 2.19.02. Rannveig Oddsdóttir var fyrst kvenna úr Dettifoss í Ásbyrgi. Hún setti einnig nýtt brautarmet í kvennaflokki og hljóp á  2.39.07 en gamla metið var 2.47.35 sem hún átti sjálf.

Hér fyrir neðan eru tímar á fyrstu þremur konum og körlum í hverri vegalengd. Öll úrslit verða sett úrslitin á jokulsarhlaup.is og hlaup.is.

Hljóðaklettar - 13,2 km - KONUR

1. sæti    Íris Anna Skúladóttir    1989    59.26
2. sæti    Aníta Hinriksdóttir        1996    1.07.31
3. sæti    Sonja Sif Jóhannsdóttir 1975    1.13.14

Hljóðaklettar - 13,2 km - KARLAR

1. sæti Reynir Zoega 1999 1.02.55
2. sæti Sigurður Gylfason 1970 1.03.27
3. sæti Halldór G. Jóhannsson 1971 1.03.53

Hólmatungur - 21,2 km - KONUR

1. sæti Björk Sigurðardóttir 1969 2.00.10
2. sæti Elísabet Birgisdóttir 1979 2.00.35
3. sæti Jórunn Jónsdóttir 1976 2.03.10

Hólmatungur - 21,2 km - KARLAR

1. sæti Tómas Zoega 1993 1.35.18
2. sæti Wenk Markus 1980 1.52.15
3. sæti Rúnar Bragason 1972 1.52.26

Dettifoss - 32,7 km - KONUR

1. sæti Rannveig Oddsdóttir 1973 2.39.07
2. sæti Sigríður B. Einarsdóttir 1966 2.54.01
3. sæti Sigrún Sigurðardóttir 1979 3.02.23

Dettifoss - 32,7 km - KARLAR

1. sæti Björn Margeirsson 1979 2.09.06
2. sæti Sveinn Margeirsson 1978 2.19.02
3. sæti Sigurður Hansen 1969 2.26.56

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá hlaupinu - Ljósmyndari: Þór Gíslason


Start við Dettifoss


Hlaupið frá Dettifossi


Björn Margeirsson kemur í mark