Metþátttaka var í Miðnæturhlaupi Suzuki sem fram fór í Laugardalnum á fimmtudagskvöld. 2.857 hlauparar skráðu sig til þátttöku sem er nýtt met. Um 1.200 erlendir hlauparar frá 46 löndum voru á meðal þátttakenda. Þó Miðnætursólin hafi ekki látið sjá sig að þessu sinni var hlaupið vel heppnað og fóru margir að því loknu í Laugardalslaugina til að láta þreytuna líða úr sér. Eitt brautarmet var sett í kvöld en það var Elín Edda Sigurðardóttir sem setti það í 10 km hlaupi kvenna.
Hér að neðan má sjá þrjá efstu hlaupara, karla og kvenna í vegalengdunum þremur.
Hálft maraþon karlar
1. Arnar Pétursson, ISL, 01:09:59
2. Marius Skeide Ruth, NOR, 01:10:07
3. Matthew Thomas Wilber, USA, 01:13:42
Marius Skeide Ruth frá Noregi leiddi hlaupið lengi vel en Arnar var alltaf rétt á hælunum á honum og tók svo forystuna á lokakaflanum. Tími Arnars er þriðji besti tími sem náðst hefur í hálfu maraþoni karla í þessu hlaupi.
Hálft maraþon konur
1. Andrea Kolbeinsdóttir, ISL, 01:23:51
2. Sigrún Sigurðardóttir, ISL, 01:31:31
3. Anna Karen Jónsdóttir, ISL, 01:33:35
Andrea var aðeins 5 sekúndum frá því að slá brautarmetið í hálfmaraþoni kvenna en metið var sett í fyrra, 1:23:46, og það á Lisa Ring frá Svíþjóð.
10 km hlaup karla
1. Rimvydas Alminas, LTU, 33:07
2. Jacob Halloran, CAN, 35:56
3. Alan Hume, GBR, 37:22
Tími Rimvydas Alminas er þriðji besti tíminn í 10 km hlaupi karla sem náðst hefur á þessari braut.
10 km hlaup kvenna
1. Elín Edda Sigurðardóttir, ISL, 36:19
2. Fionna Fallon, USA, 38:28
3. Agnes Kristjánsdóttir, ISL 40:13
Elín Edda Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt brautarmet í 10 km hlaupi kvenna í kvöld en gamla metið, 37:40, setti Arndís Ýr Hafþórsdóttir 2016 og jafnaði Elín Edda Sigurðardóttir það í fyrra.
5 km hlaup karla
1. Þórólfur Ingi Þórsson, ISL, 16:20
2. Vilhjálmur Þór Svansson, ISL, 16:28
3. Vignir Már Lýðsson, ISL, 16:47
Þórólfur Ingi hljóp á 8.besta tímanum sem náðst hefur í 5 km hlaupi karla í þessari braut en hann á einnig 6. og 9. besta tímann.
5 km hlaup kvenna
1. Íris Anna Skúladóttir, ISL, 19:25
2. Vaka Njálsdóttir, ISL, 20:04
3. Hrönn Guðmundsdóttir, ISL, 20:27
Íris Anna hljóp á 3.besta tímanum sem náðst hefur í 5 km hlaupi kvenna í þessari braut í kvöld. Sjálf á hún 2. besta tímann, 18:36.
Þrír efstu í karlaflokki í 5 km hlaupi. Þrjár efstu í kvennaflokki í 5 km hlaupi.