Arnar, Sæmundur og ingvar, allir í einum hnapp.ÍR-ingarnir Arnar Pétursson og Aníta Hinriksdóttir báru sigur úr býtum þegar Víðavangshlaup ÍR var haldið í 100. skipti fyrr í dag. Það var lítill vorbragur á hlaupurum sem fjölmenntu í hlaupið og hafa keppendur aldrei verið fleiri, 1171 hlaupari lauk keppni en 1205 voru skráðir. Um er að ræða meira en 100% fjölgun frá fyrra meti sem sett var í fyrra þegar 535 kepptu í hlaupinu.Gríðarleg spenna í karlaflokkiÓhætt er að segja að keppni í karlaflokki hafi verið ævintýralega spennandi en eftir mikla baráttu hafði Arnar Pétursson betur gegn hinum unga og stórefnilega Ingvari Hjartarsyni, en aðeins skildu fjórar sekúndur á milli. Sigur Anítu Hinriksdóttur í kvennaflokki var sannfærandi en hún kom í mark tæplega einni og hálfri mínútu á undan næstu konu. Hlaupin var 5 km leið í miðborg Reykjavíkur.
Fyrstu þrír í karlaflokki:
1. 15:35 Arnar Pétursson. ÍR.
2. 15:36 Ingvar Hjartarson. Fjölnir.
3. 15:50 Sæmundur Ólafsson. ÍR.
Fyrstu þrjár í kvennaflokki:
1. 17:10 Aníta Hinriksdóttir. ÍR
2. 18:36 María Birkisdóttir. ÍR.
3. 18:43 Jóhanna Skúladóttir Ólafs. KR skokki.
Heildarúrslit í Víðvangshlaupi ÍR.
Íslenska hlaupabylgjan er augljóslega ennþá í stórsókn og hlaupið í dag er glæsileg byrjun á hlaupasumrinu. Hlaup.is óskar hlaupurum gleðilegs hlaupasumars og vonast til að fleiri þátttökumet muni falla í komandi almenningshlaupum.
Mannhafið var gríðarlegt þegar rúmlega þúsund þáttakendur sprettu úr spori í dag, enda metþátttaka.