Frjálsíþróttaráð HSK býður til Meistaramóts Íslands í 5000m hlaupi kvenna og 10.000 m hlaupi karla á Selfossvelli.
Nánari upplýsingar hér að neðan.
1. Skráningar
Félög skulu skrá keppendur í mótaforritinu Þór http://thor.fri.is/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=MI5HLU16
en einnig er hægt að senda skráningar á gudmunda89@gmail.com og fri@fri.is
Skráningar skulu hafa borist fyrir hádegi á föstudag 2. september.
2. Skráningargjald
1.500 kr. á grein.
3. Uppgjör
FRÍ sér um að innheimta skráningargjöld til félaga eftir að skráningarfrestur rennur út.
4. Félagsbúningar og keppnisnúmer
Keppendur eiga að klæðast félagsbúningi sínum í keppni og bera keppnisnúmer að framan.
5. Áhorfendasvæði og keppnissvæði
Þjálfarar og aðstoðarfólk eiga að vera utan vallar og einungis keppendur á keppnissvæðinu.
6. Nafnakall fer fram á keppnisstað 10 mínútum áður en keppni hefst í viðkomandi grein.
7. Afskráningar
Keppendur sem ekki tilkynna þátttöku á tilsettum tíma við nafnakall verða skráðir úr keppninni.
8. Mótsstjóri:
Guðmunda Ólafsdóttir
9. Verðlaun og stigakeppni.
Fyrstu þrír í hverri grein vinna til verðlauna.
10. Yfirdómari:
Gunnhildur Hinriksdóttir
11. Búningsaðstaða er á Selfossvelli.
12. Tímaseðill
11:30- 10.000 m hlaup karla
13:00- 5000 m hlaup kvenna
Með ósk um gott samstarf.
F.h. Frjálsíþróttaráðs HSK
Guðmunda Ólafsdóttir, formaður.