Frjálsíþróttadeild Fjölnis og Frjálsíþróttasambandið bjóða til Meistaramóts öldunga innanhúss 2006. Mótið fer fram sunnudaginn 12. og mánudaginn 13. feb nk. í Laugardalshöllinni (nýja frjálsíþróttahöllin) og verður framkvæmt samhliða MÍ í fjölþrautum.
Aldursflokkar:
Konur: 30-34, 35-39 o.s.frv.
Karlar: 35-39, 40-44 o.s.frv.
Miðað er við almanaksárið sem keppandi nær viðkomandi aldri. Þannig eru yngstu keppendur í kvennaflokki fæddir 1975 og í karlaflokki 1970.
Drög að tímaseðli
15:00 Hástökk kk. & kvk. Kúla kk.
15:50 60 m. Kk.
16:10 60 m.kvk.
16:50 Langst.kk.& kvk.
17:20 200 m.kk.
17:40 200 m.kvk.
18:10 800 m.kk.
18:30 800 m. Kvk.
17:30 Þrístökk kk.& kvk.
18:10 60 m. gr. kk. Stangarstökk
18:20 60 m. gr. kvk.
18:30 400 m.kk
18:40 400 m.kvk
18:50 3000 m kvk
19:20 3000 m.kk 1.rið
19:50 3000 m.kk 2.rið
20:20 3000 m.kk 3.rið
Röð hlutanna breytist ekki, en röð keppnisgreina innan hvers hluta getur breyst í ljósi þátttöku og einnig getur orðið svigrúm til að keppa samtímis í fleiri en einni grein.
Skráning fer fram í mótaforriti FRI en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Keppendur eru hvattir til að skrá sig í mótaforritinu til að einfalda skipulag mótsins.
Þátttökugjöld: 500 kr. á grein og að hámarki 1.500 kr. á hvern keppanda. Verðlaun verða afhent síðar.
Nánari upplýsingar veita Óskar Hlynsson, Oskar.hlynsson@toyota.is