Miðnæturhlaupi Suzuki sem fram átti að fara 25. Júní næstkomandi hefur verið aflýst. Hlaupahaldarar telja einfaldlega of skamman tíma til stefnu til að halda hlaupið miðað við núverandi aðstæður. Þetta eru virkilega leiðinleg tíðindi í ljósi þess að um eitt skemmtilegasta hlaup ársins er að ræða.
Hlaup af þessari stærðargráðu hefði eflaust verið mjög krefjandi í framkvæmd enda hafa þátttakendur undanfarin ár verið á milli 2-3 þúsund talsins. Ákvörðun sem þessi er án efa erfið og nokkuð ljóst að hún er tekin að vel athuguðu máli og með hagsmuni hlaupasamfélagsins að leiðarljósi.