Amsterdam maraþon fer fram á morgun, sunnudaginn 21. október. Mikill fjöldi Íslendinga tekur þátt í hlaupinu og munu yfir 100 Íslendingar hlaupa heilt maraþon, hálft maraþon og 8 kílómetra skemmtiskokk. Stór hópur, um 60 manns, koma frá skokkhópi Hauka, en einnig eru hlauparar úr hlaupahópi Vals, Stjörnunnar og Álftaness, Vesturbæjarhópnum ásamt hlaupurum víða að.
Allt bendir til þess að aðstæður verði góðar, á bilinu 12-16 stig.
Hlaup.is mun taka saman lista yfir tíma allra Íslendinganna og birta hér á hlaup.is þegar úrslitin liggja fyrir.
Ef þú vilt fylgjast með hvernig gengur hjá hlaupurum, þá getur þú hlaðið niður smáforriti (appi, leita eftir Amsterdam marathon) inn á Android síma og iPhone síma og slegið inn keppnisnúmer þeirra sem þú vilt fylgjast með.