birt 16. júní 2007

Næsta þriðjudag, þann 19. júní fer fram minningarhlaup Guðmundar Gíslasonar.

Mæting/upphaf hlaups er við Hrafnhóla-gatnamótin kl. 17:30.

Bílum má leggja rétt ofan við Gljúfrastein, á Þingvallavegi (nr. 36) við gatnamótin inn að Hrafnhólum og Skeggjastöðum. Fyrst verður hlaupið að Skeggjastöðum, upp með Leirvogsá, framhjá Tröllafossi og yfir ána. Þá verður farið sunnan Stardalshnúks, að Stardal, út á þjóðveg aftur og að gatnamótum Skálafellsvegar. Þar verður stoppað um um stund og því næst hlaupinn þjóðvegurinn til baka.

Heildarvegalengdin er á að giska 13 km: 8 km uppeftir og 5 km niðureftir.

Kveðja,
Ágúst Kvaran og Sigurður Ingvarsson