Minningarhlaup vegna Guðmundar K. Gíslasonar verður 7. júní

birt 06. júní 2005

Minningarhlaup vegna Guðmundar K. Gíslasonar, verður þriðjudaginn 7. júní, 2005, sjá:

http://www.hi.is/~agust/ymisl/myndir/gkg7904/gkg7904.htm

Mæting á Gljúfrarsteini kl. 17:15, hlaupið af stað kl. 17:30. Hlaupið upp með Köldukvísl að Helgufossi í landi Bringna og út á þjóðveg (ca. 4 km).
Hlaupið í austurátt að vegamótum við Skálafell (5.5 km). Minningastund og lagðir steinar í vörðu um kl. 18:20. Hlaupið til baka eftir þjóðvegi, 7.5 km. Samtals 17 km. Þeir sem vilja ekki hlaupa alla leið geta keyrt að Skálafellsvegi, hlaupið 7.5 km að Gljúfrasteini og verða keyrðir til baka eftir hlaup til að sækja bíla.

Sigurður Ingvarsson og Ágúst Kvaran