Miðvikudaginn 26. október hefði skokkarinn Gísli Ólafur Ólafsson, sem lést af slysförum í Eyjafjarðarsveit 20. janúar sl., orðið fimmtugur. Af því tilefni verður efnt til minningarskokks/-göngu á Akureyri þann dag.
Þátttakendur safnist saman við líkamsræktarstöðina og þaðan verður farið af stað klukkan 17.30. Skokkað/gengið verður upp í kirkjugarðinn á Akureyri, þar sem verður stutt minningarstund við leiði Gísla heitins.
Skipuleggjendur minningarskokksins hvetja alla til þess að taka þátt og heiðra þannig minningu Gísla. Engin skráning verður, en þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega við Átak og klukkan 17.30 verður farið af stað - hvort sem er skokkað eða gengið.