Gullspretturinn fór fram þann 14. júní síðastliðinn og tókst með miklum ágætum. Nú gengur um netheima gríðarlega flott myndband úr hlaupinu eftir Rúnar Gunnarsson.Í myndbandinu má sjá stórkostlegar myndir sem Rúnar tekur úr lofti. Allt í senn tekst honum að fanga náttúrufegurð, keppnisskap, töfra Laugarvatns og umgjörð hlaupahaldara í einu myndbandi.Eflaust heillast margir hlauparar, innlendir sem erlendir af Gullsprettinum eftir áhorf á myndbandið þar sem þátttakendur berjast við mýri, drullu, kjarr, ár, læki og sandi. Allt er þetta fest á filmu af Rúnar með frábærum árangri Sjón er sögu ríkari!
birt 08. júlí 2014