Náðu forskoti: Hlaupanámskeið hlaup.is 20,27, 28. apríl

birt 15. apríl 2015

Nemendur láta reyna á viskuna í verklegum tíma.Hlaupanámskeið hlaup.is eru fyrir löngu orðin þekkt stærð í hlaupaheiminum enda hundruð hlaupara setið námskeiðið á undanförnum árum. Næsta námskeið fer fram dagana 20, 27 og 28. apríl næstkomandi. Skráning fer fram á hlaup.isNámskeiðið er í formi tveggja fyrirlestra og einnar verklegrar æfingar. Uppbygging námskeiðsins er þannig að það nýtist jafnt nýliðum, þrautreyndum og öllum þar á milli. Það þarf því enginn að vera feiminn við stytta leiðina að takmarkinu og koma á hlaupanámskeið hlaup.is. Námskeiðið er kjörið fyrir hlaupafélagana sem saman vilja bæta við sig þekkingu í upphafi hlaupasumarsins.

Margrét Elíasdóttir, þjálfari KR-skokk
"Frábært námskeið, virkilega vandað og vel farið yfir allt sem við kemur hlaupum bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Mun nýtast mér mikið í minni þjálfun hjá KR-skokk. Mæli heilshugar með þessu námskeiði fyrir alla hlaupara."

Ívar Trausti Jósafatsson, hlaupaþjálfari hlaupahópsins Bíddu aðeins, Hlaupahóps Breiðabliks og Þríkó.
"Ég fór á tveggja kvölda Fræðslunámskeið hjá Torfa á hlaup.is í september 2014. Líkaði virkilega vel og út frá mínu sjónarhorni sem hlaupara og þjálfara sé ég námskeiðið sem ávinning fyrir alla.
Farið var yfir alla þætti sem skipta máli í þjálfun, góð upprifjun á ýmsu og margt nýtt lært. Námsefnið hjálpar svo sannarlega í þjálfun."

Agnar Jón Ágústsson, maraþonhlaupari og forsvarsmaður Hlaupahóps Stjörnunnar     
Virkilega vandað, yfirgripsmikið og skemmtilegt námskeið um hlaup hjá Torfa.  Fór á tveggja kvölda námskeið veturinn 2015. Þetta er námskeið sem nýtist öllum hlaupurum, bæði þeim sem hafa reynslu og þekkja vel til, þeim sem eru að byrja og allt þarna á milli. Efnið er vel sett upp, farið er yfir alla þætti sem skipta máli í hlaupum. Torfi er skemmtilegur fyrirlesari og heldur manni vel við efnið allan tímann og setur hlutina í samhengi. Mæli eindregið með þessu námskeiði hans Torfa.  

Nánar má lesa um námskeiðið og efnistök þess á hlaup.is.

Skráning á námskeiðið fer fram á hlaup.is