Næsti fræðslufyrirlestur Framfara 22. nóvember: Ofþjálfun; einkenni, meðferð, forvarnir

birt 15. nóvember 2012

Næsti fræðslufyrirlestur Framfara verður fimmtudaginn 22. nóvember og ber hann heitið: Ofþjálfun; einkenni, meðferð, forvarnir

Fyrirlesturinn er milli kl. 19:30 - 21:00 í sal D í Íþróttamiðstöðinni Lagardal veið Engaveg, 3. hæð. Fyrirlesarar eru:

  • Þórarinn Sveinsson, dósent við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands
  • Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, næringarráðgjafi, íþrótta næringarfræðingur
  • Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur Landspítala, dósent við Háskólann í Reykjavík

Farið verður yfir lífeðlisfræðilega kenningar og skýringar á ofþjálfun og hugmyndir um forvarnir, greiningar og meðferðir ræddar út frá því. Er hægt að greina ofþjálfun út frá andlegum einkennum? Hvernig má hindra ofþjálfun út frá sálfræðilegum og hugarfarslegum þáttum og hvernig skal meðhöndla ofþjálfun. Kemur svefn og hvíld við sögu. Hvernig tengist næring ofþjálfun og eða ofþjálfunareinkennum og má draga úr líkum á ofþjálfun með réttri næringu.