Námskeið í brautarvörslu fellur niður

uppfært 25. ágúst 2020

Vegna dræmrar þátttöku verður námskeiðið í brautarvörslu sem halda átti í dag fimmtudaginn 11. apríl í íþróttamiðstöðinni í Laugardal fellt niður.

Stefnan er sett á að halda námskeiðið í byrjun maí og þá vonandi með betri þátttöku.  Við viljum þakka áhugann og vonumst til að sjá fleiri í byrjun maí.