birt 11. janúar 2012

Róbert Magnússon hjá Atlas-endurhæfingu er að fara af stað með námskeið í hlaupum í vatni. Þetta er tilvalin leið fyrir hlaupara til að létta álagið, hlaupa meira yfir vetrarmánuðina meiðslafrítt, og síðan ef að einstaklingar eiga við meiðsli að stríða þá er þetta tilvalin leið til að halda sér í formi.

Æft er á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum kl. 8:00 í innilauginni í Laugardalslauginni, námskeiðið kostar 8.900.- krónur, samtals tíu skipti sem notast má næstu átta vikurnar, janúar og febrúar.

Nánari upplýsingar í bæklingi.