birt 03. nóvember 2012

Ákveðið hefur verið að hætta við New York maraþonið í ár. Vegna slæmra aðstæðna sem ennþá eru til staðar var orðinn mikill þrýstingur á yfirvöld að hætta við maraþonið og beina frekar kröftum sínum í að hjálpa þeim sem enn eiga um sárt að binda.

New York maraþonið var fyrst haldið árið 1970 og eru þátttakendur um 47.000. Hlaupið er haldið með aðstoð 12.000 sjálfboðaliða og er metið að um 2,5 milljónir manna safnist við brautina ár hvert til að fylgjast með hlaupinu.

Af vef CNN.