Niðurstaða í könnun: "Hleypur þú ein(n) eða í hlaupahóp?"

birt 16. ágúst 2012

Í könnun sem hlaup.is gerði kemur í ljós að flestir hlauparar hlaupa sínar æfingar einir, en ekki sem hluti af skokkhóp. Um 63% hlaupara segjast hlaupa einir á æfingum, 26% hlaupa bæði einir og í skokkhóp og 11% hlaupa alfarið með skokkhópum.

1956 hlauparar tóku þátt í könnuninni sem staðið hefur yfir frá því í febrúar.

Sjá niðurstöður könnunar.