Niðurstöður könnunar "Á hvaða skóm hljópst þú í Reykjavíkurmaraþoni?"

birt 24. nóvember 2010

Í könnun sem hlaup.is framkvæmdi frá 21. ágúst til 21. nóvember 2010, þar sem spurt var hvaða skótegund hlaupari hefði hlaupið á í Reykjavíkurmaraþoni, er afgerandi niðurstaða.

Í ljós kemur að Asics er með langmestu útbreiðsluna hjá þeim hlaupurum sem hlupu Reykjavíkurmaraþonið 2010, eða 47%. Næstir koma New Balance skórnir með 16% hlutdeild. Athyglisvert er að sjá Saucony skóna ná 5%, en þeir eru nýlega komnir í sölu hér á Íslandi.