Niðurstöður: Mitt eigið sóló maraþon 19.apríl - 17.maí 2020

uppfært 25. ágúst 2020

Rúna Rut Ragnarsdóttir, þjálfari Valsskokkara fékk þá snilldarhugmynd í COVID-19 að hvetja hlaupara til að hlaupa sitt eigið maraþon (eða hálf maraþon) þegar öll hlaup voru felld niður sem fjöldinn allur af hlaupurum var búinn að undirbúa sig fyrir. Miðað var við að hlaupið væri á tímabilinu 19. apríl til 17. maí. Sjá líka frétt á hlaup.is um þetta.

Margir hlauparar brugðust við þessari áskorun og hlupu sitt eigið hlaup. Rúna Rut safnaði svo saman tímunum og hlaup.is fékk leyfi til að birta tímana, sjá nánar á hlaup.is. Fullt af fólki hefur deilt reynslusögum sem hafa eflaust verið hvetjandi fyrir marga að halda sig við sín plön og má finna þær á FB síðu viðburðarins.