Níu teknir inn í Félag 100 km hlaupara

birt 04. janúar 2019

Á aðalfundi 3. janúar, 2019  voru níu nýir félagar teknir inn í Félag 100 km hlaupara á Íslandi

Eftirfarandi félaga voru teknir inn í þennan virta félagsskap; Rúna Rut Ragnarsdóttir (félagsmaður nr. 71), Sigríður Þóroddsdóttir(75), Guðmundur T. Ólafsson(76), Guðmunda Smáradóttir(77), Benoit Branger(78),  Birgir Már Vigfússon(79), Gunnar Ólason(80), Lárus Kazmi(81) og Sigurjón Ernir Sturluson(83)

Þar með er fjöldi félagsmanna orðinn 80, þar af 18 konur (22.5%) og 62 karlar (77.5%).


Félagsmenn sem mættu á aðalfund 3. janúar síðastliðinn.

Rótgróinn félagsskapur
Félagið var stofnað 26. september, 2004 í Sundlaug Vesturbæjar að loknu Þingstaðahlaupi.

Tilgangur félagsins er að efla samstöðu meðal langhlaupara á Íslandi sem fást við ofurmaraþon í "flokki lengri vegalengda", þ.e.  100 km og lengra sem og að stuðla að vaxandi þátttöku í slíkum hlaupum.

Gildir meðlimir í félaginu eru allir þeir Íslendingar sem lokið hafa þátttöku í viðurkenndu, opinberu 100 km keppnishlaupi, eða lengra hlaupi, þar sem hlaupið er í einum áfanga.

Lista yfir alla félagsmenn í Félagi 100 km hlaupara má sjá á heimasíðu félagsins.