NM í víðavangshlaupum á Íslandi í nóvember og sveitakeppni milli hlaupahópa

birt 22. ágúst 2018

Norðurlandamótið í Víðavangshlaupum fer fram 10. nóvember nk. í Laugardalnum í Reykjavík. Sterkir keppendur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum mæta til leiks og etja kappi við okkar bestu hlaupara.

Hver Norðurlandaþjóð má senda eitt lið til þátttöku á mótinu og má stærð liðsins vera:

  • Stúlkur U20: Vegalengd: 4,5 km. Hámark: 7 hlauparar / 3 bestu tímar gilda til stiga.
  • Konur: Vegalengd: 6,0 km. Hámark 7 hlauparar / 3 bestu tímar gilda til stiga.
  • Karlar U20: Vegalengd: 7,5 km. Hámark: 7 hlauparar / 3 bestu gilda til stiga.
  • Karlar: Vegalengd: 9,0 km. Hámark 8 hlauparar / 4 bestu gilda til stiga.

Að Norðurlandamótinu loknu mun fara fram sveitakeppni milli hlaupahópa. Hver hlaupahópur getur þá sent 5 manna hlaupalið til keppni og mun það lið sem er með minnsta samanlagða hlaupatímann sigra keppnina.

Stuðst verður við úrslit úr víðavangshlaupi Íslands og Framfarahlaupunum við val á La ndsliði Íslands. Sjá nánari upplýsingar um valreglur á landsliði Íslands í víðavangshlaupum hér.

Nánari upplýsingar þegar nær dregur.