Laugardaginn 9. nóvember fer fram Norðurlandamót í Víðavangshlaupum sem nú er haldið á Íslandi í fyrsta skipti. Hér er um að ræða hringhlaup á áhorfendavænum 1,5 km hring, start og mark er á Tjaldstæðinu í Laugardal og leiðin liggur um Þvottalaugarnar og nærliggjandi tún.
Dagskráin er sem hér segir:
13.00 Ungkonur 4,5km // 3 hringir
13.35 Ungkarlar 6,0km // 4 hringir
14.10 Konur 7,5km // 5 hringir
15.00 Karlar 9,0km // 6 hringir
Allt áhugafólk um hlaup er sterklega hvatt til að mæta og hvetja okkar fólk til dáða. Sjáumst á laugardaginn!