Norðurlandamótið í víðavangshlaupum á laugardaginn

birt 05. nóvember 2018

Fremstu hlauparar Íslands munu etja kappi við bestu hlaupara Norðurlandanna á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum, laugardaginn 10. nóvember. Frjálsíþróttasamband Íslands býður öllu áhugafólki um hlaup að koma og styðja við íslensku keppendurna og fylgjast með hlaupurum í alþjóðlegum gæðaflokki. Norðurlandamótið fer fram á tjaldstæðinu og við þvottalaugarnar í Laugardalnum.

Jafnframt er efnt til keppni á milli íslenskra hlaupahópa sem verður ekki síður spennandi enda margir mjög góðir hlauparar þar á ferð.

Dagskráin er eftirfarandi:

TímasetningViðburðurVegalengd11.00Hlaupahópakeppni (ekki hluti af NM)6 km12.00Konur U204,5 km12.35Karlar U206 km13:10Konur7,5 km14.00Karlar9 km

Meira má finna um viðburðinn á heimasíðu FRÍ  og Fésbókarsíðu NM 2018.