Nr 1. 20 ára afmælisgetraun hlaup.is- Ertu þræll hlaupatískunnar

birt 13. ágúst 2016
Hlaupatískan hefur þróast í gegnum árin og skipar stóran sess í okkar frábæra áhugamáli. Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá því að hlaup.is fór fyrst í loftið og af því tilefni ætlar hlaup.is að heiðra þræla hlaupatískunnar með myndakeppni. Keppnin felst í því að lesendur hlaup.is senda inn mynd af sér í gömlum hlaupafötum, skóm, peysu, bol, buxum, stuttbuxum eða hvaðeina. Myndirnar mega vera gamlar eða nýjar þar sem hlaupari dressar sig upp í gamla haupadressiðHlauparar taka þátt í keppninni með því að senda mynd af sér á heimir@hlaup.is eða póstað myndinni á fésbókarsíðu hlaup.is. Hlauparar geta sent inn myndir þangað til til miðnættis, sunnudaginn 21. ágúst. Í kjölfarið mun valnefnd á vegum hlaup.is velja fimm myndir sem keppa innbyrðis í sérstakri kosningu. Þar munu lesendur loks velja „glæsilegasta" hlaupadressið í sérstakri atkvæðagreiðslu. Rétt er að taka fram að hlaup.is mun birta allar innsendir myndir bæði á hlaup.is og Fésbókarsíðu sinni.Sigurður Pétur Sigmundsson, Siggi P var með lúkkið á hreinu á sínum tímaÍ aðalverðlaun verða glæsilegir hlaupaskór fyrir utan heiðurinn sem felst í að vera tískuþræll íslenska hlaupasamfélagsins. Að auki verða ýmis aukaverðlaun í boði fyrir frumlegasta, sjaldgæfasta og ljótasta hlaupadressið. Meðal aukavinninga verða hlaupanámskeið frá hlaup.is auka annarra skemmtilegra glaðninga. Hlaup.is skorar á alla hlaupara að taka þátt og senda inn sína mynd.