Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina "Úr útiverunni - gengið og skokkað", eftir Bjarna E. Guðleifsson náttúrufræðing.
Þar segir hann í einföldu máli frá langri reynslu sinni af göngum um fjöll og dali og skokki eftir þjóðvegum, borgarstrætum og óbyggðum.
Hann dregur fram ýmis spaugileg atvik frá þessum ferli sínum en kemur jafnframt með þarfar hugleiðingar og gagnlegar ábendingar. Meðal annars er gerð grein fyrir göngugörpum, fjallasýki, íslenskukennslu náttúrunnar, Reykjavíkurmaraþoni og bilunareinkennum skokkarans. Texti bókarinnar er tvímælalaust til þess fallinn að hvetja fólk til útivistar og njóta þá hverrar einustu mínútu.
Fullt verð bókarinnar er kr. 2.280-, en fyrst um sinn verður hún á tilboði á kr. 1.980- (sendingargjald innifalið í verði) og er hægt að panta hana í netfangi: holar@simnet.is og í síma 587-2619.
Bókin mun einnig verða til sölu í verslun hlaup.is upp úr miðjum júlí.