Ný hlaupadagbók á hlaup.is innan skamms

birt 11. ágúst 2012

Á næstu vikum mun ný hlaupadagbók verða sett upp á hlaup.is. Talsvert er síðan að byrjað var að undirbúa uppsetningu hlaupadagbókar á hlaup.is í tengslum við endurbætt úrslitakerfi og fleiri verkefni á vefnum. Við viljum gjarnan gera þetta þannig að eiginleikar sem hlauparar hafa vanist verði áfram inni, eins og hópa- og einstaklingskeppni.

Hluti af nýja kerfinu verður innflutningseining sem gerir hlaupurum kleift að flytja inn eldri gögn sem þeir eiga í skjölum eða hlaupaklukkunum sínum.

Horft verður til ýmissa annarra hlaupadagbóka og reynslu hlaupara þegar ákveðið verður hvernig dagbókin mun líta út. Í fyrstu verður einföld útgáfa gangsett og síðan verður "fídusum" bætt við jafnt og þétt.

Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort gjald verði tekið, en það mun allavega ekki verða gert í upphafi.

Sjá einnig frétt á mbl.is