birt 01. janúar 2011

Ný hlaupasería Atlantsolíu og FH hefst 20. janúar næstkomandi. Vegalengd í boði er 5 km og er hlaupið er meðfram strandlengju Hafnarfjarðar í átt að Sundhöll Hafnarfjarðar við Herjólfsgötu. Leiðin sem er hlaupin er flöt og ákjósanleg til bætinga. Hún verður  nákvæmlega mæld.

Hlaupin eru þrjú og fara fram síðasta fimmtudag í hverjum mánuði og hefjast kl. 19:00 fyrir utan höfuðstöðvar Atlantsolíu að Lónsbraut í Hafnarfirði.

  1. Hlaup 20. janúar 2011
  2. Hlaup 24. febrúar 2011
  3. Hlaup 24. mars 2011

Keppt verður í eftirfarandi flokkum karla og kvenna:

  • 14 ára og yngri
  • 15-29 ára
  • 30-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60 ára og eldri

Ekki eru veitt verðlaun fyrir hvert hlaup heldur samanlagðan árangur.

Heildarsigurvegarar karla og kvenna fá vegleg verðlaun fyrir samanlagðan árangur í stigakeppni.

Verðlaun - bikar fyrir 1. sæti í hverjum flokki kk. og kv. og fyrstu þrír í hverjum flokki fá verðlaunapeninga.

Einnig verður boðið upp á ýmiskonar úrdráttarverðlaun.

Keppnisgjald fyrir hvert hlaup er kr. 500 og kr. 300- fyrir þá sem eru með dælulykil hjá Atlantsolíu. Skráning fer fram í klukkutíma fyrir hlaup og verður skráningarfyrirkomulagið það sama og í Powerade-hlaupaseríunni. Greiða verður þátttökugjald með pening þar sem posi er ekki á staðnum.

Verðlaunahóf fyrir hlaupin fer fram í Kaplakrika þann 25. mars.