Sri Chinmoy maraþonliðið heldur vikulegt 2 mílna (3,2 km) hlaup við Tjörnina í Reykjavík í vetur. Hlaupið verður alla þriðjudaga klukkan 19:00 og er rásmarkið við inngang Ráðhússins sem snýr að Tjarnargötu. Þátttökugjald er 200 krónur og er boðið upp á drykki og ávexti að hlaupi loknu. Hlaup falla ekki niður vegna veðurs.
Slétt hlaupaleið með tímatöku
Hlaupið er réttsælis kring um Tjörnina (sjá kort) og er hver hringur ein míla þannig að alls eru hlaupir tveir hringir. Hlaupaleiðin er slétt og einungis hlaupið yfir eina götu (Skothúsveg). Vegalengdin er nákvæmlega mæld, þáttakendur fá númer og tímatöku (með millitíma). Hlaupið er því kjörið til að mæla árangur og æfa hraðari hlaup.
Hlaupið fram í byrjun desember
Ráðgert er að hlaupa alla þriðjudaga og enda síðan með lokahlaupi sunnudaginn 3. desember kl. 15.
birt 25. september 2006