Hlaupadagbókin hefur nú verið uppfærð í útgáfu 4 og hafa eftirfarandi liðir verið endurbættir og lagfærðir. Reynt hefur verið að taka tillit til eins margra ábendinga frá ykkur og hægt var núna, en þó nokkrar endurbætur á samt eftir að gera. Vinna er hafin við næstu útgáfu, útgáfu 5 og þá reynum við að þétta þetta enn frekar með innlestri frá Garmin úrum, öðrum æfingategundum og mörgu öðru. Vonandi náum við að koma þeirri útgáfu út í lok janúar. Endilega haldið áfram að koma með athugasemdir og ábendingar svo hægt verði að bæta dagbókina og gera enn betri.
1. Ummæli
- Hægt er að skrifa ummæli við æfingar hjá notendum
- Hægt er að skrifa ummæli við hópa
- Hægt er að svara stökum ummælum og búa þannig til umræðuþræði
2. Leiðbeiningar
Leiðbeiningaflipa hefur verið bætt við sérhvern yfirflokk þar sem má nálgast leiðbeiningar sem tengjast þeim flokki.
3. Ýmsar smávægilegar breytingar
Ásamt öðrum breytingum þá hafa nokkrar smávægilegar leiðréttingar og útlitsbreytingar verið gerðar. Til dæmis:
- Hægt er að lagfæra sitt eigið nafn í notendaupplýsingum.
- Allir útreikningar á tempó og meðaltímu eru núna rétti
- Ýmsar útlitsbreytingar
- Samtölusvæði fyrir núverandi viku bætt við í Æfingahlutann.
- Ítarlegri skoðun á notendum (meira af upplýsingum)
- "Vista æfinguna" hnappurinn minnir nú á ef gleymst hefur að vista æfingahlutann.
- Margt annað smávægilegt