Nýr meðlimur í félagi 100 km hlaupara

birt 17. janúar 2006

Frétt frá Félagi 100 km hlaupara, Ágúst Kvaran:

Áreiðanlegar heimildir herma að þrír Íslendingar hafi nú þegar skráð sig í Lapland Ultra 2006: Elín Reed, Pétur Frantzson og Gunnar Richter. Að sögn Elínar  eru þau að sjóða saman prógram sem stendur! Þau hafa verið að hlaupa milli 80 og 90+ km undanfarnar vikur, blandaðar æfingar (brekkuhlaup, sprettæfingar, vaxandi æfingar og svo langar og rólegar æfingar (28 32km)). Ætlunin er að taka þátt í þremur maraþonum á æfingatímabilinu og líklega að hlaupa tvö 65 til 70 km æfingahlaup. Frábært hjá þeim. Fylgst verður grannt með æfingum og undirbúningi þriggja Íslendinga sem hyggja á 100 km hlaup í sumar og fréttir sagðar á vefsíðu 100 km hlaupara.

Sjá nánar á vefsíðu félags 100 km hlaupara á Íslandi, http://www.hi.is/~agust/hlaup/100km/100kmIsl.htm.