Nýlega var stofnaður þríþrautarhópur hér í Reykjavík nánar tiltekið þann 22. september síðastliðinn, eftir nokkurra vikna undirbúning. Markmiðið með hópnum er að hafa nokkrar sameiginlegar æfingar og reyna að standa fyrir fleiri þríþrautarkeppnum hér á landi.
Hópurinn hittist einu sinni í viku á sundæfingu, miðvikudaga kl. 12-13, í Laugardalslaug og einu sinni í viku á hjólreiðaæfingu, sunnudaga kl. 9:30-11:30, frá Sprengisandi. Flestir eru nú þegar að æfa með hinum ýmsu hlaupahópum, þannig hópurinn lætur sameiginlegar æfingar í sundinu og hjólreiðunum duga í bili.
Hópurinn ætlar að halda litla keppni í tvíþraut (hlaup og hjól) eftir u.þ.b. mánuð (30. eða 31. okt.), sem væri gott tækifæri fyrir nýliða til að prófa svona fjölþraut. Nánari upplýsingar um keppnisstað og tíma koma fljótlega
Nánari upplýsingar: Jens Viktor Kristjánsson jensk@siminn.is 894-6365.