Uganda hlauparinn Joshua Cheptegei (23 ára) setti nýtt heimsmet í dag í 5 km götuhlaupi sem fram fór í Monaco. Tíminn hjá honum var 12:51 og bætti hann heimsmetið um 27 sekúndur, en fyrra heimsmet var 13:18 sett af Kenya hlauparanum Rhonex Kipruto (20 ára) í janúar síðastliðnum. Cheptegei er einnig fyrsti hlauparinn sem fer undir 13 mínútur í 5 km götuhlaupi.
Cheptegei setti heimsmet í 10 km hlaupi í desember 26:38, en það var svo slegið af Rhonex Kipruto í janúar, en hann hljóp á 26:24. Það er því mikið að gerast í langhlaupum þessa dagana.
Fyrir þá sem vilja spá í tölur, þá er meðalhraðinn í þessu 5 km hlaupi 2:34 min/km og splittin voru eftirfarandi:
- 1 km - 2:31
- 2 km - 2:35
- 3 km - 2:36
- 4 km - 2:35
- 5 km - 2:32
Þetta þýðir líka meðalhraða upp á 24 km/klst og hann var 15 sekúndur og 4 sekúndubrot (00:00:15,4) að fara hverja 100 metra.
Mynd: Twitttersíða Cheptegei