Nýtt heimsmet í Berlínarmaraþoninu: Kimetto hljóp á 2:02:57

birt 28. september 2014

Keppendur í Berlínaramaraþoninu koma í mark við Brandenborgarhliðið.Dennis Kimetto frá Kenýu setti heimsmet í maraþonhlaupi í morgun þegar hann hljóp Berlínarmaraþonið á 2:02:57. Fyrra metið átti landi Kimetto, Wilson Kipsang en hann hljóp Berlínarmaraþonið í fyrra á 2:03:23.Enn annar Kenýbúinn Emmanuel Mutai hafnaði í öðru sæti en hann hljóp á tíma sem hefði nægt til að slá heimsmet Kipsang, 2:03:13. Eþíópíubúinn Tirfi Tsegaye kom fyrst kvenna í mark í Berlínarmaraþoninu á 2:20:18. Það sannaði sig því enn og aftur að brautin í Berlínarmaraþoninu er virkilega hröð fyrir utan alla aðra þætti í umgjörð hlaupsins sem eru hreint framúrskarandi.

40.004 hlauparar frá 130 þjóðum tóku þátt í Berlínaramaraþoninu í dag, þar af fleiri tugir Íslendinga. Tímar íslensku keppendanna munu birtast á hlaup.is seinna í dag