Nýtt hlaup í Hlaupadagskránni, Vesturgatan

birt 01. maí 2007

Vesturgatan er nýtt fjallahlaup eða fjallshlíðahlaup eftir ævintýralegri vegarslóð sem Elís Kjaran ýtti upp meðfram ströndinni milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Á síðustu árum hefur leiðin notið síaukinna vinsælda sem göngu-, hjóla- og akstursleið. Í ár verður fyrsta formlega hlaupakeppnin á leiðinni.  Hlaupaleiðin er um 25 km löng. Athugið að hjólreiðamenn  og gangandi eru velkomnir þó ekki sé sérstaklega keppt í þeim greinum.  Röskleg ganga tekur 5-7 klst.

Hlaupið fer fram 15. júlí og verður hluti af hátíðinni Útilífveran sem fer fram í Ísafjarðarbæ. Staðfest tímasetning birtist hér fljótlega.

Nánari upplýsingar: www.vesturgata.net og í Hlaupadagskrá hlaup.is.