Jóhann Karlsson, Árbæjarskokki, setti glæsilegt Íslandsmet í 10 km hlaupi 70-74 ára í Ármannshlaupinu, sem fram fór 4. júlí síðastliðinn. Jóhann sem varð sjötugur um miðjan júní, hljóp á tímanum 43:25 mín sem er mikil bæting á eldra meti. Árið 2008 vakti Jóhann athygli fyrir frábært Íslandsmet í maraþoni í 60-64 ára flokki, þegar hann hljóp í Berlín á tímanum 3:06:03. Jóhann hefur einnig verið nokkrum sinnum í kjöri hlaup.is á langhlaupara ársins.
birt 08. júlí 2018