Ódýrara í Salomon Hengil Ultra til 4. maí

uppfært 25. ágúst 2020

SALOMON Hengill Ulltra VERÐUR Á SÍNUM STAÐ Í SUMAR.

20% skráningar afsláttur til 4. maí

100km / 50km / 25km / 10 km / 5km / 4x25km

Hengill Ultra Trail hefur nú fengið nafnið Salomon Hengill Ultra og keppt verður í Henglinum í ár eins og síðustu ár. Keppnin hefur verið færð framar á dagatal utanvegahlaupara og fer nú fram helgina 5. til 6. júní næstkomandi. Skipuleggjendur hafa ákveðið að gera breytingar á ræsingu, uppsetningu verðlaunaafhendingar og þá verður ræst í hollum og flögutími látin gildi en ekki tími hópræsingar.

Þetta er að sjálfsögðu gert til að koma til móts við nýjan veruleika og til að fara eftir þeim reglum sem gilda um samkomur og samneyti þá helgi sem keppnin fer fram. Tveggja metra reglan verður virt og stærð ræsingar á hverri vegalengd fyrir sig innan leyfilegra marka þannig að auðvelt verður að fara eftir hámarksfjölda á hverjum stað á hverjum tíma.

Salomon Hengill

Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að naktir útlendingar verða færri í brautinni í ár ef fer sem horfir með samgöngur á milli landa.

Til að koma til móts við þátttakendur á þessum skrítnu tímum bjóðum við 20% afslátt af skráningargjaldi til 4. maí og til þess að tryggja sér hann skráir þú afsláttar kóðan sigrumc19 inn í þar til gert svæði í skráningarferlinu.

Sjáumst fersk í sumar í Hveragerði og höldum áfram að hlaupa og hreyfa okkur !

Salomon Hengill Ultra er hluti af mótaröðinni Víkingar sem samanstendur einnig af KIA Gullhringnum 11. júlí, Landsnet 32 fjallhjólakeppni í ágúst og svo Eldslóðinni sem er 28km/10 km/5 km utanvegahlaup sem fram fer laugardaginn 5. september. Hlaupaleiðin í Eldslóðinni liggur um Vífilstaði, Vífilstaðavatn, Búrfellsgjá og Helgafell.

SKRÁNING Í ÖLL MÓTIN Í MÓTARÖÐINNI VÍKINGAR OG ALLAR UPPLÝSINGAR ER AÐ FINNA á  www.netskraning.is/vikingar

Einnig er að finna upplýsingar um Salomon Hengil Ultra á heimasíðu hlaupsins.

Umfjöllunin hér að ofan er hluti af kostaðri kynningu.