Öldungar keppa í frjálsum um næstu helgi

birt 25. ágúst 2015

Íslandsmeistaramót öldunga utanhúss í frjálsum íþróttum fer fram um helgina, 28-29 ágúst. Öldungaráð FrÍ í samstarfi við frjálsíþróttadeild Breiðabliks stendur fyrir mótinu sem fer fram á Kópavogsvelli. Allar nánari upplýsingar má fá hér að neðan.

1. Aldursflokkar:
Konur: 30-34, 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri
Karlar: 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri

Keppendur raðast í aldursflokka miðað við afmælisdag en ekki fæðingarár samkvæmt reglum Evrópusambands Öldunga, EVAA. Yngstu keppendur í kvennaflokki eru því fæddir fyrir 28. ágúst 1985 og þeir yngstu í karlaflokki fyrir 28. ágúst 1980.

2. Fyrirkomulag keppninnar
Keppt verður samkvæmt reglugerð FRÍ um Meistaramót Íslands. Drög að tímaseðli fylgja hér með og endanlegur tímaseðill 2 dögum fyrir mótið. Eiginlegur tæknifundur verður ekki haldinn, en mótsstjóri og yfirdómari munu svara spurningum og taka við ábendingum varðandi framkvæmd mótsins frá kl. 15:00 - 15:30 fyrri keppnisdag. Einnig er hægt að skrá sig á þessum tíma og þar til 30 mínútum fyrir upphaf keppni í hverri grein. Keppendur geta komið með eigin kastáhöld til vigtunar kl. 16 á föstudeginum.

Kúluvarp karla er að jafnaði vinsæl keppnisgrein. Hefur mótshaldari heimild til að skipta keppnishópi í þeirri grein upp í tvo kasthópa til að stytta biðtíma milli kasta.

Föstudagur:Langstökk karla og kvennaKúluvarp karla og kvenna 100 m hlaup karla og kvenna400 m hlaup karla og kvenna1500 m hlaup karla og kvennaHástökk karla og kvenna        Laugardagur:Stangarstökk karla og kvenna110 m grind karla og 100 m grind kvenna200 m karla og kvenna800 m hlaup karla og kvenna3000 m hlaup karla og kvenna Kringlukast karla og kvennaSleggjukast karla og kvennaSpjótkast karla og kvennaLóðkast karla og kvenna 

3. Skráningar:
Skráningar fara fram í ÞÓR, mótaforriti FRÍ. Einnig má senda inn skráningar á mótshaldara á netfangið eirikurmork@gmail.com en ekki síðar en fyrir miðnætti miðvikudaginn 26. ágúst. Skráning fer einnig fram á mótsstað og lýkur 30 mínútum áður en keppni hefst í hverri grein. Ekki er nauðsynlegt að keppa undir nafni félags á MÍ öldunga,  né er þess krafist að keppt sé í liðsbúningi þó svo að það sé ávallt til sóma á Meistaramóti Íslands.  

4. Þátttökugjöld:
Keppendur skulu greiða skal þátttökugjaldið áður en keppni hefst og er gjaldið 1.500 kr. á grein en að hámarki 4.500 kr. á hvern keppanda. Vinsamlega greiðið þátttökugjald inn á reikning Breiðabliks í síðasta lagi fimmtudaginn 27. ágúst og framvísið staðfestingu með því að senda kvittun með tölvupósti á eirikurmork@gmail.com  Reikningsnúmerið er 1135-26-7601 og kt: 681293-3379 Á keppnistað er mögulegt að greiða með greiðslukortum og reiðufé.

5. Félagsbúningar og keppnisnúmer:
Æskilegt er að keppendur klæðist félagsbúningi sínum í keppni. Keppendur skulu bera keppnisnúmer sitt að framan, þó er heimilt að hafa númerið aftan á keppisbúningi í stangarstökki og hástökki.

6. Verðlaun og stigakeppni:
Verðlaun verða veitt á staðnum fyrir þrjú efstu sæti í hverjum aldursflokki. Keppt verður til stiga milli félaga í öllum aldursflokkum samkvæmt reglum FRÍ og farandgripur afhentur því félagi sem er stigahæst. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta afrekið í kvenna og karlaflokki og er þar miðað við stigaútreikninga.

7. Nafnakall:
Fer fram á keppnisstað 15 mínútum áður en keppni hefst í hverri grein. 2-3 æfingaköst og æfingastökk eru leyfð fyrir keppnina, 4 æfingastökk í stangarstökki.

8. Mótsstjóri & yfirdómari:
Mótsstjóri er  Eiríkur Mörk Valsson, GSM 898-0705 og netfang eirikurmork@gmail.com.
Yfirdómari skipaður af FRÍ, er Þorsteinn Þorsteinsson

9. Áhöld og hæðir grinda:
Mótshaldari leggur til öll áhöld en þeir keppendur sem óska eftir að keppa með eigin áhöldum þurfa að leggja þau inn til vigtunar og mælingar hjá mótsstjórn á keppnisstað kl. 9:30 á laugardagsmorgninum.

Keppt verður með kastáhöldum viðkomandi flokka, sem og tilheyrandi hæðum grinda í hverjum flokki. Hægt er að sjá reglugerðir um þyngdir kastáhalda og hæðir grinda á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands http://fri.is/sida/log-og-reglur

Með ósk um góðan árangur og ánægjulegt keppni

F.h. Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks og Öldungaráðs FRÍ

Eiríkur Mörk Valsson