Öll þrjú bættu sig á HM í hálfmaraþoni

birt 25. mars 2018

Elín Edda, Andrea og Arnar að hlaupi loknu í Valencia í gær.Allr íslensku hlaupararnir þrír bættu sig á HM í hálfmaraþoni sem fram fór í Valencia á Spáni í gær. Arnar Pétursson bætti árangur sinn frá því á HM í Wales fyrir tveimur árum um rúma hálfa mínútu, en hann hljóp á 1:07:29 í gær. Þessi árangur dugði Arnari í 117. sæti af 160 keppendum.Hin 19 ára Andrea Kolbeinsdóttir bætti sig um heilar þrjár mínútur en hún hljóp á 1:19:46, hafnaði í 99. sæti af 122 keppendum. Þess má geta að Andrea á nú annan besta tíma íslenskra kvenna í hálfmaraþoni.Íslandsmetið í greininni á Martha Ernstdóttir, sem einmitt er farastjóri íslenska hópsins, met Mörthu er 1:11:40. Við þetta má bæta að Andrea hefur bætt sig um 13 mínútur í hálfmaraþoni frá síðasta hausti. Þokkaleg bæting það.

Elín Edda Sigurðardóttir bætti sinn besta tíma í hálfmaraþoni um fimm sekúndur, en hún kom í mark á 1:21:20 og hafnaði í 104. sæti.

Í kvennaflokki sigraði Netsaned Gudeta frá Eþíópíu, en heimsmeistarinn kom í mark á tímanum 1:06:11. Heimsmetið í greininni á Joyciline Jepkosei frá Kenýu, 1:04:52.

Geoffrey Kamworir frá Kenýu sigraði í karlaflokki í þriðja skipti í röð á tímanum 1:00:02. Heimsmetið í greininni er 58:23 en það er frá 2010 og í eigu Zersanay Tadese frá Erítreu

Flottur árangur hjá íslenska hópnum sem eru greinilega öll í mikilli framför.