Örvar fyrstur Íslendinganna á HM í utanvegahlaupum

birt 02. nóvember 2016

Þorbergur, Örvar og Guðni áður en haldið var af stað.Þriggja manna lið Íslendinga tók þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fram fór í Portúgal um síðustu helgi. Hlaupin var 85 km leið með um 5.000m hækkun.Fyrstur Íslendinga í mark var Örvar Steingrímsson sem kom í mark á 11 klst, 16 mínútum og 16 sekúndum sem dugði í 96 sæti af 197 sem kláruðu. Flottur árangur hjá Örvari.Guðni Páll Pálsson kom í mark á 14 klst og 40 mínútum. Guðni sýndi fádæma keppnisskap með því að klára en í undirbúningnum hafði hann átt við hnémeiðsli að stríða sem truflaði undirbúning og hafði mikil áhrif á hlaupið sjálft.Þorbergur Ingi Jónsson sem er sá Íslendingur sem hvað bestum árangri hefur náð í alþjóðlegum utanvegahlaupum, hætti keppni strax í upphafi hlaups vegna meiðsla í kálfa.Þess má geta að sigurvegarinn Luis Hernando kom í mark á 8 klukkustundum 20 mínútum og 16 sekúndum.Fjölmörg skemmtileg myndbönd af strákunum fyrir og í hlaupinu má finna á fésbókarsíðu liðsins.