Síðdegis laugardaginn 18.7 lauk ofurmaraþonhlauparinn Ágúst Kvaran, sá hinn sami og hljóp Saharaeyðimerkumaraþoninu „Marathon des Sables" fyrr á þessu ári, við að hlaupa 175 km leið yfir Kjalveg með allan búnað (viðlegubúnað, föt og mat) í bak- og kviðpoka.
Ágúst hljóp vegalengdina á fjórum dögum sem er ríflega maraþon á dag að jafnði. Hann hóf hlaupið frá afleggjaranum inn á Kjalveg við þjóðvegi númer 1 í Húnavatnssýslu um miðjan daginn, miðvikudaginn 15.7 og lauk hlaupinu síðdegis 18.7 við Gullfoss. Hann fylgdi aðalveginum að Hveravöllum en fór síðan „Gamla Kjalveg" um Þjófadal frá Hveravöllum að Hvítárvatni. Þaðan fylgdi hann síðan áfram aðalveginum.
Sól og blíða var allan tíman meðan á hlaupinu stóð.