Ókeypis hlaupanámskeið í boði Krabbameinsfélagsins

uppfært 25. ágúst 2020

Í tilefni Karlahlaups Krabbameinsfélagsins/Mottumars, sem fram fer þann 1. mars, býður Krabbameinsfélagið upp á tvö ókeypis ör-hlaupanámskeið í samvinnu við hlaup.is.

Frítt Hlaupanámskeið Minni

Farið verður yfir það helsta sem hafa þarf í huga í tengslum við hlaup og hvernig best er að fara af stað. Fjallað verður um ýmis hagnýt atriði í fyrirlestri og einnig farið út á hlaupabraut (innanhúss) og hugað að upphitun, teygjum og hlaupunum sjálfum.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru aðeins lengra komnir. Af stað nú, taktu skref í rétta átt !

Námskeiðið er ókeypis og tvær tímasetningar í boði:

Sunnudagur 9. febrúar 10.30 - 12.00 í Kaplakrika
Sunnudagur 23. febrúar 10.30-12.00 í Laugardalshöll

Skráning fer fram hér.

Þekkir þú einhvern sem langar að koma sér af stað og þarf "peppið" og upplýsingar um hvernig best er að byrja?

Leiðbeinandi er Torfi H. Leifsson, umsjónarmaður hlaup.is, sem sjálfur hefur stundað hlaup í meira en 25 ár og staðið fyrir hlaupanámskeiðum um árabil. Á námskeiðinu sem hér er boðið upp á er stiklað á stóru úr þeim námskeiðum.

Námskeiðið er ókeypis og tvær tímasetningar í boði:

Sunnudagur 9. febrúar 10.30 - 12.00 í Kaplakrika
Sunnudagur 23. febrúar 10.30-12.00 í Laugardalshöll

Skráning fer fram hér.