Óskað er aftur eftir hlaupurum í mjólkursýrumælingar

birt 08. október 2006

Halldóra Brynjólfsdóttir mastersnemi við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands leitar að hlaupurum og öðrum einstaklingum (sérstaklega hlaupakonum) sem eru í góðu formi og væru tilbúnir til að fara í mjólkursýrumælingar á hlaupabretti þar sem mjólkursýruþröskuldur, púls við mjólkursýruþröskuld og þoltala er mælt.

Viðkomandi þurfa að vera á aldrinum 18-50 ára og mega ekki vera með neina sjúkdóma eða taka inn nein lyfsseðilsskyld lyf - sem gætu þá haft áhrif á þá í hlaupinu.

Þeir sem áhuga hafa eða vilja kynna sér þetta nánar er bent á að hafa samband við Halldóru Brynjólfsdóttur í síma 865-2006 eða senda henni tölvupóst á halldob@hi.is.

Þetta er í raun tilvalið fyrir alla sem eru að æfa hlaup og vilja kynna sér þjálfunarástand sitt og hvort þjálfunin er að skila sér. Einnig fyrir fólk sem stundar annarskonar heilsurækt og vill vita hvernig líkamlegt form er.

Fríða Rún Þórðardóttir
Næringarfræðingur, næringarráðgjafi World Class
Unglingalandsliðsþjálfari FRÍ
Formaður Framfara Hollvinafélags Millivegalengda og langhlaupara.