birt 16. febrúar 2016

Skipuleggjendur Píslarhlaupsins sem fram hefur farið um páskana undanfarin ár hafa ákveðið að hætta með hlaupið.  Ástæðan er sú að hlaupahaldarar treysta sér ekki til að tryggja öryggi þátttakenda í kjölfar aukins umferðarþunga við þjóðveginn.

Hlaup.is vill vekja athygli á því að ákveðið gat er finna í dagatali almenningshlaupa á Íslandi um páskana. Nú er um að gera fyrir framtakssama hlaupaáhugamenn að snúa bökum saman, skapa góða hefð og koma á skemmtilegu hlaupi um páskana þar sem hlauparar geta brennt páskaeggjunum.